Dagsferðir frá Hraunsnefi


Dagsferði frá Hraunsnefi

Þegar ferðast er um Ísland er gott að njóta þess með því að fara sér hægt og skoða hvert svæði fyrir sig. Þegar gist er á Hraunsnefi eru um fjöldan allan af dagsleiðum að velja.

Það er tilvalið að fara í dagsferð til Reykjavíkur fyrir þá sem kjósa að njóta sveitasælunar en vilja þó aðeins kíkja á höfuðborgina.

Gönguleiðir á Hraunsnefi

Fyrir þá sem kjósa að fara ekki upp í bíl er hægt að njóta þess sem jörðinn Hraunsnef hefur uppá að bjóða. Léttur gangur er uppá Hraunsnefsbrúnir þar sem hægt er að ganga í sveig með útsýni yfir byggða hluta Hraunsnefs og niður á túnin, Norðurá og yfir á Grjótháls.

Ef gengið er framhjá brúnunum og haldið áfram upp að fjallinu er stikuð leið upp að Sesseljuvörðu. Þessi leið er um klukkutíma gangur fram og til baka, en þaðan er útsýni yfir Brekkuland, Grábrók, Hreðavatn og langar leiðir niður eftri Norðurárdalnum og Stafholtstungum.

Frá Sesselju vörðu er svo hægt að halda áfram uppá topp Hraunsnefsaxlar. En sú gagna er um þriggja og hálfs tíma ganga. Gengið er vestur og upp bakvið fjallið en ekki er eins bratt frá þeirri hlið. Á toppnum er gestabók sem Ungmennafélögin í Borgafirði komu þar fyrir. Útsýnið af toppnum er gífurlegt. Í góðu skyggni er hægt að sjá niður í Borganes í suðri, yfir hálsana í austri þar sem fjallið Ok ber hæðst. En ekki er lengur snjór á því fjalli sem áður taldist til jökuls.

Að loknum góðum degi er tilvalið að láta líða úr sér í heitum pottum. Alltaf jafn notalegt hvort sem er sumar eða vetur

Hraunsnef Sveitahótel
311 Borgarnes
Iceland

+354 435-0111
hraunsnef@hraunsnef.is

Veitingastaðurinn er opinn alla daga
frá 12:00 - 21:00


© 2015 Hraunsnef Sveitahótel ehf. - Kt. 520115 2500 - VSK 119143