Álfar


Álfar

Við sem búum að Hraunsnefi erum í miklu návígi við náttúruöflin. Til þess að geta miðlað þessum mikilfenglegu öflum fengum við í lið með okkur Erlu Stefánsdóttur. Erla er að vinna álfakort í tengslum við gönguhring þar sem hægt er að upplifa fjölbreytileika náttúrunar.

Fossbúar

Fossabúar á Íslandi eru kvenverur utan 3ja fossa, sem eru gamlar karlverur, sem eru í Dettifossi, Glanna, í Norðurá Borgarfirði og Öxaráfossi á Þingvöllum. Ef þú sest hjá fossi þá skaltu hlusta og finna. Hvað segir fossinn þér? Dvergar búa í holtbörðum eða hrauni. Karlar búa einir og kvenverur sér. Þeir eru alltaf að bardúsa eitthvað.

Skrautleg hús

Jarðdvergar eða gnómar búa í stórum hópum, margar kynslóðir saman. Þeir búa í skrautlegum húsum, útskornum og skrautmáluðum.

Fíngerðir og litríkir

Álfar geta verið nokkrir millimetrar upp í fleiri hundruð metrar. Þeir álfar sem búa á Hraunsnefi eru fíngerðir og litríkir. Huldufólk líkist mannfólkinu, vingjarnlegt og notalegt.

Einbúinn í nefinu

Einbúinn í hraunsnefinu er 300-500 ára gamall og er verndari síns landsvæðis. Langintesar í Hraunsnefsöxl eru bjartir og litríkir, háfættir og mjög hávaxnir. Þú getur haft samband við þá með því að tóna á þá.

(Erla Stefánsdóttir 25-29 ágúst 2004)

Komið, sjáið, upplifið og fræðist enn meir um hulduheimana sem umleika okkur

1.jpg
2.jpg
3.jpg
4.jpg
5.jpg
6.jpg
7.jpg
8.jpg

Hraunsnef Sveitahótel
311 Borgarnes
Iceland

+354 435-0111
hraunsnef@hraunsnef.is

Veitingastaðurinn er opinn alla daga
frá 12:00 - 21:00


© 2015 Hraunsnef Sveitahótel ehf. - Kt. 520115 2500 - VSK 119143