Hvað er hægt að gera?


Nánasta umhverfi

Baula

Baula er keilumyndað líparítfjall vestan Norðurárdals, 934 m hátt. Baula myndaðist fyrir rúmlega 3 milljónum ára. Þjóðsaga segir að á Baulutindi sé tjörn og í henni óskasteinn. Baula er auðveldust uppgöngu suðvestan frá.

Hraunfossar

Hraunfossar eru ein allra fegursta náttúruperla á Íslandi. Tært lindarvatn sprettur þar fram undan hrauninu og fellur á mörg hundruð metra belti í smáum fossum milli kletta og birkiteiga í Hvítá. Fossarnir eru örstutt frá þjóðveginum en sjást ekki fyrr en af gljúfurbarmi Hvítár.

Eldstöðin Grábrók

Grábrók í Norðurárdal er stærsti gígurinn af þremur á stuttri gossprungu. Grábrókarhraun er talið meira en 3.000 ára gamalt og þekur stórt svæði. Gígarnir voru friðlýstir 1962. Góður göngustígur er uppá Grábrók og útsýni þaðan eitt hið fegursta á Íslandi. Grábrók er 3 km suður af Hraunsnefi.

Glanni

Fossinn Glanni er í Norðurá nokkru neðan Bifrastar. Falleg gönguleið liggur að Glanna og er umhverfið allt hið fegursta. Paradísarlaug er falleg vin í hrauninu við Norðurá, nokkru neðan við fossinn Glanna. Þangað liggur ágætis göngustígur. Afleggjari að Glanna og Pardísarlaut er út af Þjóðvegi 1 um 4 km suður af Hraunsnefi.

Barnafossar

Barnafoss er ofan göngubrúar við Hraunfossa. Barnafoss dregur nafn sitt af tveimur piltum sem féllu í fossinn. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá konu er bjó í Hraunsási og átti tvo stálpaða syni. Eitt sinn er heimilisfólk fór til kirkju á Gilsbakka voru sveinarnir einir heima. Var tekið af þeim loforð um að fara ekki frá bænum meðan á kirkjuferðinni stæði. Þegar fólkið var á braut ákváðu drengirnir þó að elta kirkjufólkið. Þeir komu að steinboga yfir Hvítá, var boginn mjór, hátt ofan að vatninu og foss undir. Sveinarnir tóku þá höndum saman og leiddust út á bogann og ætluðu yfir ána. Þegar þeir komu út á bogann sundlaði þá og féllu þeir í ána. Eftir þennan atburð lét móðir drengjanna höggva bogann af ánni með þeim ummælum að þar skyldi enginn framar lífs

Hraunsnef Sveitahótel
311 Borgarnes
Iceland

+354 435-0111
hraunsnef@hraunsnef.is

Veitingastaðurinn er opinn alla daga
frá 12:00 - 21:00


© 2015 Hraunsnef Sveitahótel ehf. - Kt. 520115 2500 - VSK 119143