Hraunsnef


Það er lítið mál að eyða deginum á Hraunsnefi án þess að fara uppí bíl. Að ganga uppá Hraunsnefsöxl með nestispoka er góð dags skemmtun. Gengið er upp með hótelinu eftir stikaðri leið upp að Hraunsnefs brúnum. Þar er fallegt útsýni yfir bæjarstæðið.

Búskapur

Hraunsnef er ekki einungis Hótel og veitingastaður, einnig er hér virkur "smá"búskapur og almenn sveitavinna er á svæðinu.

Af dýrum erum við með:

  • Kindur og Lömb
  • Kýr og kálfa
  • Svín
  • Hænur (unga í kringum páskana)
  • Endur 
  • Hunda 

Gestum á hótelinu og veitingastaðnum er velkomið að ganga um svæðið og skoða öll dýrin.

 

 

 

Á Hraunsnefi er alltaf verið að vinna. Traktorar eru notaðir til að moka möl í vegavinnu og stígagerð, sækja hey til að gefa dýrunum og margt fleira. "Bóndinn" Jóhann vinnur hörðum höndum við að halda bænum snyrtilegum, hugsa um dýrin, smíða hús og halda þeim við, setja upp girðingar osfrv. 

Það er alltaf gaman að koma aftur og aftur á Hraunsnef og fylgjast með þeim breytingum sem eiga sér stað og þeim dýrum sem þar eru.

Hraunsnef Sveitahótel
311 Borgarnes
Iceland

+354 435-0111
hraunsnef@hraunsnef.is

Veitingastaðurinn er opinn alla daga
frá 12:00 - 21:00


© 2015 Hraunsnef Sveitahótel ehf. - Kt. 520115 2500 - VSK 119143